Midja.is er hýsingarþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Þeir þættir sem eru mest áberandi í rekstri midja.is eru:
- Kerfisleiga
- Kerfishýsing
- Hýsing netþjóna
- Vefsíðuhýsing
- Pósthýsing
- Ruslpóstsía og vírusvarnir
- Gagnaafritun
Midja.is er í eigu og rekstri Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands (TRS). TRS hefur áralanga reynslu af þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á sviði upplýsingatækni. TRS rekur svo öfluga þjónustudeild sem sinnir þjónustu og rekstri kerfa miðja.is.
Verkstæði
TRS rekur öflugt tölvu- og rafeindaverkstæði. Við sjáum um viðhald á tölvum og fjarskiptabúnaði, prenturum og ljósritunarvélum ásamt sérhæfðum mælitækjum og stýritölvum.
Starfsmenn verkstæðis eru viðurkenndir af Microsoft og er verkstæði TRS einnig viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Opin kerfi, Nýherja og Advania.
Beinn sími verkstæðis er 480 3303
Fjarskipti
TRS hefur á að skipa hæfum hóp starfsfólks sem fæst við nýlagnir og viðhald á fjarskiptakerfum, hvort sem um að ræða fjarskipti um kopar, ljósleiðara eða örbylgju. TRS er einnig þjónustuaðili Símans og Mílu á Suðurlandi.
Netdeild
TRS hefur á að skipa öflugri netdeild sem sér um tölvukerfi hjá fjölda af fyrirtækja og stofnana.
Starfsmenn eru viðurkenndir af fyrirtækjum eins og Microsoft og HP en að auki hafa þeir lokið viðamikilli endurmenntun í búnaði frá Cisco, Redhat, Linksys og APC.
Í netdeildinni eru jafnt hugbúnaðar- og vélbúnaðarsérfræðingar, þannig getum við séð um allar almennar og sérhæfðar viðgerðir, lagnavinnu, uppsetningar og bilanagreiningar í smáum sem og stórum tölvukerfum.
TRS er Microsoft Certified Partner sem þýðir að starfsfólk fær greiðari aðgang að sérfræðingum Microsoft varðandi nýjar vörur, uppsetningar og vandamál og lausnir á þeim.
Veflausnir
TRS hefur sett upp fjöldamargar vefsíður fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í gegnum árin. Allir vefir eru settir upp í WordPress vefumsjónarkerfinu en kerfið er svokallað open source kerfi og engin leyfisgjöld eru því á kerfinu sjálfu. Auk þess veitir fyrirtækið ráðgjöf varðandi leitarvélabestun og samfélagsmiðla, uppsetningar á auglýsingum á Google (AdWords) ásamt því að bjóða uppá sérskrifaðar lausnir fyrir viðskiptavini sína.