TRS er hluti af rammasamning

Ríkiskaup hefur gert rammasamning við TRS um hýsingu og rekstrarþjónustu. Markmið útboðsins var að veita áskrifendum rammasamninga ríkisins kost á að semja við hæfa birgja um kaup á hýsingar- og rekstrarþjónustulausnum innan rammasamningsins. Leitað var eftir seljendum sem veita sem fjölbreyttast úrval af hýsingar- og rekstrarþjónustu, að uppfylltum kröfum um ásættanleg gæði, verð og þjónustu. Leitað var eftir því að aðilar bjóði sem fjölbreyttast þjónustuúrval í hverjum flokki útboðsins. Við í TRS erum stollt af þvi að uppfylla þau skilyrði sem Ríkiskaup setur um þjónustu við aðila að samningnum.

Við undirskrift samnings, Halldór Ó. Sigurðsson Forstjóri Ríkiskaupa og Gunnar Bragi Þorsteinsson Framkvæmdastjóri TRS