Miðja.is býður upp á svokallaða skráarhýsingu þar sem notendur geta haft aðgang að öllum skrám hvaðan sem er, hvenær sem er. Kerfið kallast FileCloud og er ekki ósvipað og Dropbox en stærsti munurinn er sá að skrárnar eru á íslenskum þjóni hýstum hjá Miðja.is. Ef notandinn er með aðra hýsingarþjónustu hjá Miðja.is eru drifin einnig aðgengileg þaðan þannig að notendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af gögnum á mörgum stöðum. Bara eitt drif, sameiginlegt allstaðar og hýst innanlands sem þýðir ekkert erlend niðurhal og mun meira öryggi ef gögn tapast. Einnig eru allar skrár afritaðar, vírusvarðar og útgáfustýrðar inn í skrárhýsingu Miðja.is svo gögnin þín eru alltaf örugg.

Kerfið býður upp á aðgengi að öllum skrám úr öllum tölvum, öllum stýrikerfum og öllum nýrri snjallsímum. Hægt er að nálgast skrár frá:

– Vefnum í hvaða vafra sem er (IE, Firefox, Chrome, Opera, Safari osfrv.)
– Windows stýrikerfum, (Windows XP og nýrra) með desktop client
– iOS stýrikerfum (iPad og iPhone símum) með appi
– Android stýrikerfum (símum og spjaldtölvum) með appi
– Linux stýrikerfum með WebDAV tengingu

Þeir sem hafa notað Dropbox, OneDrive, GoogleDrive eða aðrar svipaðar skýjalausnir ættu að skoða þennan möguleika þar sem þetta kerfi er mun öruggara og einfaldara í notkun.

–   Smelltu hér til að skrá þig inn í skráarhýsingu Miðja.is  –

  • Smelltu hér til að sækja Filecloud Desktop Sync hugbúnað
  • Smelltu hér til að sækja Filecloud Drive hugbúnað
  • Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um Filecloud

filecloud-logo