Office365 er í stuttu máli hýsingarþjónusta Microsoft sem byggir á veflausnum.

Office365 er eitt stærsta og öruggasta hýsingarumhverfi heims.
Miðja.is hefur útbúið byltingarkennda þjónustuleið sem kallast Miðja365 og byggir að hluta til á tilbúnum hýsingarlausnum en einnig að stórum hluta á Office365 í samvinnu við Microsoft. Þessi þjónusta mun gera öllum kleift að fullnýta alla bestu tæknina á sem allra hagkvæmastan hátt.

Framtíðin er í einu orðin “ský”. Það er staðreynd að smá saman munu fyrirtæki færa sín tölvukerfi yfir til aðila sem eru sérhæfðir til að sinna þeim verkefnum. Engu fyrirtæki í dag myndi detta í hug að ráða mann til að keyra út bréf í pappírsformi, til þess höfum við Póstinn, þeir eru sérhæfðir til þess að bera út bréfpóst. Fyrir þá þjónustu greiðum við bara þegar við þurfum á henni að halda og myndum aldrei skuldbinda okkur á neinn hátt í þeirri þjónustu. Hugsunarhátturinn um að fyrirtæki verði að reka sín eigin tölvukerfi er úreldur og hefur það sýnt sig að með sífellt betri gagnatengingum er hýsingarrekstur að verða stærri og stærri.

Hvað er Office365

Office365 er í raun svipað og hvert annað hýsingarumhverfi sem Microsoft rekur. Office365 er mjög fullkomið og mun hagkvæmari og öruggari kostur en áður hefur þekkst. Office365 býður upp á gríðarlega möguleika fyrir hvern sem er og gefur öllum jafnt tækifæri á að nota gríðarlega öflugan hugbúnað frá Microsoft sem flestir hefðu ekki getað dreymt um að nýta sér t.d. af fjárhagslegum ástæðum. Lítil fyrirtæki og einstaklingar geta með þessu móti nýtt sér þessa tækni. Fyrir utan það er þetta einnig mun öruggara og öflugra umhverfi en þekkist í öðrum hýsingarkerfum á Íslandi.

Hvers vegna Office365?

Í nútíma þjóðfélagi er öryggið mjög mikilvægt. Hér er kerfi sem er nánast ekki hægt að brjótast inn á né stöðva þjónustuna þar sem margir viðskiptavinir keyra á mörgum stöðum í heiminum samtímis. Þeir geta illa sigtað út ákveðna notendur eða ákveðin fyrirtæki innan skýsins og gert árás á þá, netþrjótar eiga því mjög erfitt með að gera árásir á stór tölvuský af þessum ástæðum. Einnig eru mjög hæfir starfsmenn Microsoft að fylgjast með skýinu allan sólarhringinn alla daga ársins og bregðast mjög hratt við öllum árásum. Office365 vinnur á 128 bita SSL/TSL dulkóðun svo það er ógjörningur að lesa samskiptin ef einhver reynir að hlera þau. Vírusvarnir og annar búnaður er af fullkomnustu gerð með Exchange ForeFront. Öryggið er ein aðal ástæða þess að allir ættu að fara í skýjið en engin möguleiki er á að hýsingaraðili á Íslandi muni geta keppt við skýjið á grundvelli öryggismála.

Áræðanleiki er svo önnur ástæða en Microsoft ábyrgist 99.9% uppitíma samkvæmt (SLA) samning verður að greiða sektir ef það skeikar um eina mínútu. Microsoft hefur mörg gagnaver á mörgum stöðum í heiminum og engar líkur eru á að þau fari niður en íslensk gögn eru geymd á Írlandi og Amsterdam til vara.

Ef fyrirtæki eru að sækjast eftir vottuðum ferlum, öryggisstöðlum eða öðru slíku þá er Office365 þjónustan vottuð með ISO 27001, hefur gengið í gegnum SAS70 Type I og Type II eftirlit og hefur náð EU Safe Harbor innsigli. Einnig hefur Microsoft sett upp möguleika fyrir fyrirtæki að ná sér í HIPAA og FERPA vottanir.

Uppfærslur og viðhald er önnur ástæða þess að nýta sér þjónustu Office365 en Microsoft sér um allt slíkt um leið og uppfærslurnar koma út svo ekki þarf að spá í þá hluti framar.

Stuðningur við eldri og annarskonar kerfi er einnig áhugaverður punktur en þeir sem vilja nota Linux, Android, iOS eða eldri Windows stýrikerfi geta einnig nýtt sér þjónustu Office365.

Ekki sakar svo að hægt er að sækja um og setja upp Office365 aðgang á innan við 10 mínútum!