Miðja.is hefur útbúið byltingarkennda þjónustuleið sem kallast Miðja365 og byggir að hluta til á tilbúnum hýsingarlausnum en einnig að stórum hluta á Office365 í samvinnu við Microsoft. Þessi þjónusta mun gera öllum kleift að fullnýta alla bestu tæknina á sem allra hagkvæmastan hátt. Á tæknimáli kallast þetta umhverfi „hybrid“ umhverfi og hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og er orðið mjög vinsælt út um allan heim. Í Miðja365 kemur saman allt það besta sem völ er á úr báðum tegundum hýsingarumhverfis. Þar má meðal annars finna öflugt póstkerfi, samvinnu og vefkerfi sem hjálpar notendum að vinna betur saman. Microsoft Office365 inniheldur hugbúnað sem allir þekkja en nú á vefnum í mun stærri og öflugri formi en áður. Hann gerir notendum mögulegt að vinna náið saman með gögn í tölvunni, spjaldtölvunni eða símanum á hvaða stýrikerfi sem er. Einn aðal kostur Miðju365 er að notandinn fær aðeins eitt lykilorð til að skrá sig inn í öll kerfi hvort sem þau eru hýst erlendis hjá Microsoft eða ekki.
Til þess að opna Office365 svæðið þitt hjá Miðja.is ferðu inn á:
Vefslóð: http://login.microsoftonline.com
Notendanafn er netfangið þitt hjá 365 (t.d. jon@xx.is)
Ef þú ert búinn að gleyma lykilorðinu þínu geturðu hringt í þjónustuborð Miðja.is í síma 480-3303 og óskað eftir aðstoð eða farið inn á https://mail.midja.is/owa/auth/expiredpassword.aspx og fylla þar út formið samkvæmt leiðbeiningunum.
- Smelltu hér og hér til að sjá kynningarmyndbönd um Office365
- Smellið hér til að fara beint á Office365 vefsíðu Microsoft
- Almennar upplýsingar um Office365 má finna áhttp://www.midja.is/vara/office365