Rekstrarþjónusta
Markmið rekstrarþjónustu er að veita viðskiptavinum Miðju aðgang að færustu sérfræðingum á hverju sviði með það að markmiði að ná sem mestu út úr tölvukerfum þeirra fyrir fastan rekstrarkostnað. Sérfræðingar okkar þarfagreina þau verkefni sem liggja fyrir og gera tilboð í rekstur tölvukerfa fyrir fasta greiðslu á mánuði.
Setjum upp þjónustusamninga sem henta öllum fyrirtækjum og stofnunum.
Rekstrarþjónustusamningar
Rekstrarsamningar er hlutur sem verður sífellt vinsælli hjá stærri fyrirtækjum og stofnunum. Þegar rekstrarsamningur er gerður tekur netdeild TRS við tölvukerfi viðskiptavinarins og sér um að reka það frá A-Ö fyrir fasta upphæð á ári. Þar með verður kostnaður við kerfið þekktur og viðskiptavinur þarf ekki að óttast ófyrirséðan kostnað í rekstri tölvukerfisins.
Þjónustusamningar
Í fyrirtækjum þar sem stjórnendur vilja hafa aðgang að tæknimanni um leið og vandamál kemur upp og jafnframt að fylgst sé með álagsvinnslum í tölvukerfinu koma þjónustusamningar inn. Þar tryggir viðskiptavinurinn sér ákveðna hluti eins og forgangsþjónustu, símaþjónustu, eftirlit og uppfærslur. Þjónustusamningar eru í flestum tilfellum sérsniðnir að þörfum viðskiptavina þannig að allir fái samning sem hentar viðkomandi rekstri.