Ef lykilorðið þitt er að renna út eða er runnið út er hægt að breyta því með ýmsum hætti.

Ef lykilorðið er ekki enn útrunnið farðu þá inn á þessa slóð:
http://mail.midja.is/owa/auth/expiredpassword.aspx 

Ef lykilorðið er þegar útrunnið skaltu prófa eftirfarandi:

  • Skráðu þig inn á vefpóstinn í gegnum http://mail.midja.is og veldu „options“ og svo „change password“ eða „valkostir“ og „breyta lykilorði“ ef vefpósturinn þinn er stilltur á íslensku.
  • Skráðu þig inn í fjarvinnslumhverfi Miðja.is ef þú ert með slíkan aðgang og smelltu þar á CTRL+ALT+END og veldu „change password“ eða „breyta lykilorði“.
  • Skráðu þig inn á útstöðina þína, ef útstöðin þín er tengd beint inn á midja.is og smelltu á CTRL+ALT+DEL og veldu „change password“ eða „breyta lykilorði“