Miðjuský – Skýjaþjónusta
Skýjaþjónusta er samheiti yfir alla þjónustu sem veitt er yfir Internetið og hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina s.s. hýsing, kerfisleiga og kerfisveita. Í Miðjuskýjinu býðst notendum aðgangur að öllum kerfum Miðjunnar gegn föstu mánaðargjaldi. Þjónustan getur verið af öllu tagi en algengust er vefhýsing, pósthýsing eða hugbúnaðarhýsing fyrir ýmis bókhaldskerfi eða önnur forrit.
Að notfæra sér Skýjaþjónustu er hagkvæmari valkostur en að koma sér upp eigin tölvukerfi og þurfa að fjárfesta í kostnaðarsömum vélbúnaði og aðstöðu. Hjá okkur færðu aðgang að ISO27001 vottuðum vélasal með öflugasta vélbúnaði sem völ er á fyrir þín gögn ásamt aðgengi að öllum nýjasta og besta hugbúnaðinum sem minni fyrirtæki hafa sjaldnast kost á að nýta sér sökum flækjustigs og kostnaðar við uppsetningu. Í Miðjuskýjinu leigir þú einfaldlega hvert kerfi fyrir eins marga notendur og þú kýst hverju sinni. Hægt er að leigja allt frá einu pósthólfi eða einni vefsíðu upp í heila netþjóna í sýndarumhverfi með stærri gagnagrunnum. Allt er svo greitt með föstu mánaðargjaldi eftir notkun hvers og eins á hverjum tíma. Miðjuskýjið er skalanleg og sveigjanleg lausn sem hentar flestum fyrirtækjum.
Miðjuskýjið keyrir í einum öruggasta vélasal landsins sem er vottaður með öryggisstaðli ISO27001. Öll gögn eru afrituð daglega og eftirlit er allan sólahringinn.
Miðjuskýjið er:
– Hagkvæm og örugg lausn
– Fastar mánaðarlegar greiðslur
– Vaktað allan sólahringinn af vottuðum eftirlitskerfum og tæknimönnum Miðja.is
– Afritað daglega að lágmarki
– Stöðugt í uppbyggingu og uppfærslu miðað við nýjasta vél- og hugbúnaðinn hverju sinni
– Áhyggjulaust umhverfi fyrir notendur
– Býður upp á allan algengasta hugbúnaðinn í leigu
– Er skalanleg og sveigjanleg lausn sem hentar flestum fyrirtækjum
Fáðu tilboð í hýsingu og þú munt sjá að þegar allur kostnaður er talinn til þá er hýsing ódýrari kostur en að reka eigið kerfi.
Með fyrirspurn eða ósk um tilboð?
Fylltu út í formið hér fyrir neðan og við höfum samband við þig eins fljótt og við getum.
[contact-form-7 404 "Not Found"]