Kerfisleiga

Hægt að að leigja aðgang að öllum helstu forritum frá Microsoft auk flestra fjárhagskerfa sem eru á markaðnum.

Nokkrir kostir Kerfisleigu:
– Fastar mánaðarlegar greiðslur.
– Stuttur afhendingartími.
– Skalanleiki þjónustu.
– Lítill kostnaður í tækjakaupum.
– Öryggi, eftirlit og afritun.
– Örugg þjónusta við öll kerfi.
– Möguleikar á fullkomnari tækni.
– Lengri endingartími á tækjabúnaði.
– Aðgangur að öflugum og vottuðum starfsmönnum.

Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að eiga og reka eigið netkerfi. Búnaðurinn er dýr og þarfnast reglulegrar endurnýjunar. Auk þessa þarf að uppfæra hugbúnað regluleg, bregðast við bilunum, vera með nýjustu vírusvörnina og svo mætti lengi telja.

Er komið að endurnýjun á tölvubúnaði fyrirtækisins? það er alltaf kostnaðarsamt að endurnýja netþjóna og hugbúnað. Að ekki sé minnst á kostnaðinn við uppsetningu á reksturs á nýju kerfi.

Engu fyrirtæki í dag myndi detta í hug að ráða mann til að keyra út bréf í pappírsformi, til þess höfum við Póstinn, þeir eru sérhæfðir til þess að bera út bréfpóst. Fyrir þá þjónustu greiðum við bara þegar við þurfum á henni að halda og myndum aldrei skuldbinda okkur á neinn hátt í þeirri þjónustu. Það sama hefur gerst með rafmagns- og símaþjónustu sem eru einnig dæmi um útvistun ákveðinnar þjónustu og hefur með tímanum orðið eina raunhæfa leiðin til að sækja þá þjónustu. Hugsunarhátturinn um að fyrirtæki reki sín eigin tölvukerfi er einnig að verða úreldur og hefur það sýnt sig að hýsingarrekstur er alltaf verða vinsælli með hverju árinu.

Væri ekki betra að þurfa ekkert að hugsa um þetta og vita bara af gögnunum og bókhaldinu á öruggum stað, komast í kerfið hvaðan sem er á hvaða tölvu sem er, keyra ávallt á nýjasta vél og hugbúnaðinum og síðast en ekki síst, hafa fagmann á vakt allan sólarhringinn við að þjónusta og reka kerfið?

Þegar öllu er á botninn hvolft getur rekstur netkerfis tekið tíma og fjármuni frá fyrirtækinu sem væru betur nýttir í eitthvað annað. Þá er hagkvæm lausn að nýta sér þjónustu Miðju.is. Net- og kerfisbúnaður er hýstur hjá fagmönnun sem eru á vakt allan sólarhringinn. Fyrirtæki tengjast kerfinu í gegnum ljósleiðara eða xDSL sambönd og þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi eða rekstri og geta nýtt tímann, fjármuni og orku í kjarnastarfssemi fyrirtækisins.

Fáðu tilboð í kerfisleigu og þú munnt sjá að þegar allur kostnaður er talinn til þá er kerfisleigan ódýrari kostur en að reka eigið kerfi.