Hsu semur við TRS og Miðja.is

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur samið við Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands TRS um uppsetningu og rekstur á hýsingarumhverfi fyrir stofnunina ásamt kaupum á hundrað HP smávélum (Thin Clients). Þetta sparar stofnuninni kaup á útstöðvum ásamt því að rekstrarkostnaður útstöðva lækkar til muna. Rafmagnsnotkun smátölvanna er eingöngu lítið brot af rafmagnsnotkun hefðbundinna útstöðva og mun því orkunotkun stofnunarinnar einnig minnka til muna.
Hýsingarumhverfið byggir á sýndarvélum og gerir einnig alla stýringu umhverfisins mun einfaldari. Með þessaru mun þjónusta við tölvukerfi HSU verða einfaldari og skilvirkari.

Smátölvur, eða Thin Clientar eru miðlunarbox inn í stórann miðlægann netþjón sem kemur í stað venjulegrar borðtölvu og því þurfa þær engar uppfærslur, varnir eða annan viðhaldsríkan hugbúnað sem sparar tíma og kostnað í rekstri tölvukerfis HSu. Svona sýndartölvur eru auk þess einfaldari búnaður en venjuleg tölva, sem gerir bilanatíðni minni, raforkunotkun minni eins og fyrr segir og endingartíma búnaðar mun meiri, auk þess að vélin tekur lítið sem ekkert pláss.