Afritun
Eitt það mikilvægasta í rekstri á upplýsingakerfum er afritun gagna. Það er fyrirtækjum lífsnauðsynlegt að geta endurheimt gögn sem glatast. Diskar geta gefið sig, skrár geta glatast og svo geta vírusar valdið skemmdum á gögnum. Tölvum getur einnig verið stolið eða orðið óstarfhæfar af einhverjum ástæðum.
Það getur kostað miklar upphæðir að bjarga gögnum af skemmdum diskum. Þess vegna er mikilvægt að afrit sé tekið og það geymt á traustum stað.
Afritun á Midja.is er einföld leið til að tryggja öryggi gagna. Afritunin byggir á öflugum hugbúnaði sem hefur verið í notkun í fjöldamörg ár. Afritið er geymt fjarri frumgögnum og er síðan afritað aftur á annan afritunarstað. Þess vegna geta notendur verið öryggir með afritið sitt og geta svo nálgast það þegar á þarf að halda á einfaldan og fljótlegan máta.
Gögn geta verið mismunandi. Afritun á Midja.is gerir ekki greinarmun á því hvort um er að ræða ljósmyndir, ritvinnsluskjöl eða sérhæfða gagnagrunna á borð við Microsoft SQL, Oracle eða Lotus Notes. Afritunarkerfið þekkir öll helstu gagnasöfn og stýrikerfi og veit hvernig á að standa að afrituninni.
Verðin hér fyrir neðan eru viðmiðunarverð miðað við fast gagnamagn. Ef þú ert ekki viss um hversu mikið þú þarft að afrita þá breytir það engu, sendu okkur línu og við gefum þér fast tilboð.
Heimili
GB | Verð* |
10 | 890 |
30 | 1.890 |
50 | 2.890 |
100 | 4.890 |
Verð pr GB umfram 100gb 49kr m.vsk Afritunarsamningur er bundinn í 3 mánuði.
Fyrirtæki
GB | Verð* |
5 | 2.200 |
10 | 4.000 |
20 | 7.800 |
50 | 16.000 |
100 | 22.000 |
Verð pr GB umfram 100gb 250kr m.vsk Afritunarsamningur er bundinn í 6 mánuði.